Dýrð sé guði í upphæðum........

Þeir eru glaðbeittir og skeleggir feðgarnir sem kenndir eru við Björgúlfsnafnið þar sem þeir hoppa og tralla í húsnæði Krossins við Hlíðarsmára. Lyfta höndum til himins og ákalla himnafeðgana.

" Það var Jésús sem bjargaði mér, það var Jésús sem bjargaði mér" og gleðin og þakklætið skín úr svip þeirra. Drottinn allsherjar hefur gert það sem Mammoni var um megn, gefið þeim kyrrð og frið. "Það er ekki toppurinn að vera í teinóttu lengur." segja þeir og hysja upp um sig kuflinn. " Nú er stefnan sett á þjónustu við börn guðs.

"Við höfum gefið það litla sem eftir er af eignum okkar til Fjölskylduhjálpar Íslands og lútum höfði í auðmýkt fyrir meðborgurum okkar." 

"Við verðum svo á vappi í kringum Landsbankann og sjáum um að það safnist ekki of mikið af dósum í kringum hann.

"Guð er góður og þrefalt halelúja fyrir því."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband