Sigurður Einarsson ráðinn til að stýra nýju meðferðarheimili S.Á.Á.

"Þeir komu til mín eftir að ég missti bankann minn og buðu mér að verða forstöðumaður yfir þessu nýja batteríi, enda gott að hafa mann sem kann skil á dýrum eðalvínum í vinnu." Sagði Sigurður glaðhlakkalega og það lýsti af gulltönnunum.

"Þetta verður sér heimili fyrir svona "High class" fólk sem þarf að læra að drekka ódýrari vín í kreppunni.  Við byrjum meðferðina í vínkjallaranum hjá mér og þegar fólk er búið að smakka á öllu þar tekur Þórarinn við og kennir liðinu á kardemommudropa,sjenever og portúgala." Svo endar meðferðin með útskriftarhátíð á Langabar.

Því gott er að hafa hugfast kvæði eftir hann Árna Helgason bindindispostula sem hljóðar svona:

Hófdrykkjan er heldur flá,
henni er valt að þjóna.
Hún er bara byrjun á
að breyta manni í róna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband