Daglegt líf á Tjarnarborg

Það varð uppi fótur og fit á leikskólanum Tjarnarborg í dag þegar pjakkarnir Davíð og Geir voru teknir inn eftir að hafa verið að leika sér í sandkassanum aleinir. Voru báðir búnir að skíta svo hrottalega uppá bak að Valgerður leikskólakennari sem hefur starfað þar í aldarfjórðung mundi bara ekki eftir öðru eins.

Báðum var skellt í sturtu og smúlaðir, en þeir orguðu og voru með svo ljótan munnsöfnuð að ekki var um annað að ræða en að þvo þeim um munninn með grænsápu. Seinna um daginn þegar Ingibjörg móðir þeirra sótti þá klöguðu þeir Valgerði og létu í ljósi efasemdir um að heimild væri í lögum um að skella þeim svona í sturtu og þar fyrir utan hefði sturtan verið fullköld. 

Mál Valgerðar mun fara sína leið í réttarkerfinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband