Ólafur Ragnar og Dorrit alsæl í Álftamýrinni

Það verður ekki af þeim skafið þokkahjúunum Óla og Dorrit sem eru nú að leggja lokahönd á að mála í Álftamýrinni. Óli er sprækur í sparslinu og Dorrit mundar pensilinn. " Við höfum aldrei verið hamingjusamari" segir Óli, þar sem hann skokkar upp og niður stigana með parkettið sem hann var að kaupa á útsölu í Húsasmiðjunni.

"Þetta eru nú töluverð viðbrigði, sérstaklega í fermetrafjölda en við gáfum bara dáldið af húsgögnum í Góða hirðinn. Maður verður að sýna stuðning með þjóðinni og gott fordæmi, ég byrjaði fyrst á því að heimsækja fólk á vinnustaði og vera með gamla og góða frasa sem hafa alltaf virkað en þegar ég kom í Vélsmiðju Jörundar og hóf máls þá sussaði Jörundur gamli á mig, gekk svo að mér og sló mig ákveðið í bringspalirnar, horfði í augun á mér og sagði "'Ólafur Ragnar, taktu hausinn úr rassgatinu á þér og farðu að framkvæma" að ég raunverulega fattaði hvað málið snerist um.

"Dorrit mundu að taka plastpoka með þér í Bónus" heyrðist Óli kalla er blaðamaður skildi við þau. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband