Bjarni Ármannson verður krossfestur eftir kvöldmat.

Íslandsvinurinn geðþekki Bjarni Ármannsson, hefur áhyggjur af eymd og reiði landsmanna og hefur ákveðið að láta krossfesta sig á Laugardalsvellinum á morgun. "Við munum nota tækifærið og selja inn og safna þannig aurum. Nú þegar eru aðeins örfá sæti laus í stúku. Verðinu er stillt í hóf og er von til að sem flestir láti sjá sig, það verða þarna nokkrir óvæntir gestir, allt útrásargrínarar, og gefst fólki tækifæri á að kasta í þá eggjum, tómötum og múrsteinum.

"Þér að segja þá er þetta ekki alvöru krossfesting heldur bara svona smágjörningur hjá Listaháskólanum, en ekki segja frá því þetta verður svaka raunverulegt og eðlilegt, svona eins og útrásin."  Segir Bjarni alveg að springa af spenningi.

Allur ágóði mun renna til Dvalarheimilis Aldraðra Útrásarvíkinga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Ísland

Denni Dæmalausi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband