Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það var snemma morguns sem árvökulir borgarbúar sáu að tugir þungvopnaðra sérsveitarmanna umkringdu Seðlabankann og komu út með 2 háttsetta starfsmenn. Ljóst er að alvarleg launráð hafa verið brugguð innan Seðlabankans síðustu daga og framleiðsla á svokölluðum "eiturvafningum" hafa verið þar í fullum gangi.
Það mun hafa verið Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Kauphallar Íslands sem tilkynnti um glæpinn en Bjarni er þekktur fyrir baráttu sína í þágu réttvísinnar."Þetta var orðið grunsamlegt hvað úrvalsvísitalan hafði lækkað svo ég fór á stúfana að rannsaka, annars skiptir þetta ekki nokkru máli fyrir mig því að það eru margir mánuðir síðan ég tók skortstöðu gagnvart Íslandi og krónunni og hagnaður minn af því eru nokkur hundruð milljarðar." segir Bjarni og hlær. "
"Við syngjum saman Popplag í G, syngjum popplag í G, það er engin leið að hætta."
"Heja Norge." Íslendingar kaupið ykkur kút og kork." segir Bjarni. Já hann er alltaf sami gleðipinninn hann Bjarni og engin lognmolla í kringum hann.
Stjórnmál og samfélag | 21.10.2008 | 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Nú skal snýta landanum í eitt skipti fyrir öll og til að byrja með verður allur vsk. 24.5 % og persónuafsláttur verður felldur niður til 1. janúar 2011. Það duga engin vettlingatök, Davíð vinur minn verður áfram í Seðlabankanum og skattar verða tvöfaldaðir á fyrirtæki,skerðing á spítulum og lögreglu
"Þessar aðgerðir eru nauðsynlegar svo við getum haldið áfram að auka við sendiráð okkar erlendis, hækkað dagpeninga, keyrt í gegn launahækkanir þingmanna,eftirlaunafrumvarpið,Sinfóníuhljómsveitina,Óperuna,leikhúsin,listasöfnin,aukið fjárframlög til stjórnmálaflokka og síðast en ekki síst undirbúið nýtt framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna."
"Já krakkar mínir ég hefði kannski betur farið heim með sætustu stelpunni á ballinu, því þá væruð þið laus við mig hún býr nefnilega í Noregi" sagði Geir að lokum
Stjórnmál og samfélag | 21.10.2008 | 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Já greyið hann titraði og skalf er hann kom í viðtal til mín, sagðist hafa drukkið heila rauðvínsflösku eftir að Davíð hringdi í hann og húðskammaði hann fyrir að tala niður til sín á Valhallar-þinginu." sagði Þórarinn Tyrfingsson yfiralki á Vogi í spjalli sem ég átti við hann í morgun.
"Við munum reyna að hressa eitthvað upp á sjálfsmyndina hjá litla sponsinu, en þetta er nú soddan veimiltíta að maður má nú ekki vera of bjartsýnn, ég mátti ekki einu sinni horfa í augun á honum þá byrjaði hann með ekka."
"Við tjösluðum upp á hann Davíð hérna um árið eftir Bermudaskálina víðfrægu, en hann hefur víst aftur breyst í stjórnlausan alka í afneitun og þjóðinni blæðir." sagði Þórarinn
"Davíð minn ef þú lest þetta" mundu kvæðið sem hann Alfreð söng
Vonir þínar rætist, kæri vinur minn.
Vertu alltaf sanni, góði drengurinn.
Þó í lífsins straumi bjáti eitthvað á
ákveðinn og sterkur sértu þá.
Allar góðar vættir lýsi veginn þinn
verndi´ og blessi elskulegan drenginn minn.
Gefi lán og yndi hvert ógengið spor,
gæfusömum vini hug og þor.
Stjórnmál og samfélag | 21.10.2008 | 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 21.10.2008 | 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Ég hefði löngu verið farinn úr Seðlabankanum ef einhver hefði bara sagt mér að mín væri ekki þörf lengur." segir Davíð, " Hún Solla kom til mín eftir að hún kom heim og sagðist telja að ég væri vanhæfur í starfi mínu þar sem ég væri nú að upplagi bara gamall rukkari en ekki hagfræðingur og ég varð bara kjaftstopp í fyrsta sinn á ævinni."
" Afhverju lét Geir mig ekki vita ef þetta er viðhorf ríkisstjórnarinnar? "Nú ég dreif mig bara í að pakka saman og ég held að nýja starfið muni eiga miklu betur við mig, þar sem að ég veit fyrir víst að ein mesta gósentíð í nauðungarsölum er frammundan og gott fyrir mig að vera í fremstu víglínu, svo ég geti nú hyglað vinum og kunningjum sem hafa misst völdin og peningana á síðustu árum.
Því hvað sem öllu líður þá eru það " gamlir peningar" sem blífa sagði Davíð og Þórðargleðin leyndi sér ekki.
Stjórnmál og samfélag | 21.10.2008 | 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Þetta er draumur minnar barnæsku sem rættist í þessu "Prototype" sem Hannes jú er. Ég var alltaf heillaður af sögunni um Frankenstein þegar ég var polli og þegar ég byrjaði með Íslenska erfðagreiningu var ekkert sem stóð lengur í vegi fyrir mér.
Hannes fæddist í fullu tungli í Október 1997 eftir nokkurra mánaða tilraunir. Fljótlega kom í ljós að ýmislegt hafði farið úrskeiðis, má þar fyrst nefna ásókn hans í hugbreytandi efni,mikilmennskubrjálæði og græðgi. Mér tókst að halda honum niðri lengi vel, en árið 2004 þegar hann var orðinn 7 ára réð ég ekki við neitt lengur og hann hélt út í lífið. En lífið er fallvalt og hættur á hverju horni og Hannes minn hefur lent í slæmum félagsskap, því hann er drengur vænn sem vill allt fyrir vini sína gera.
"Hannes minn pabbi fyrirgefur þér, pabbi bíður eftir að týndi sonurinn komi heim svo pabbi geti slegið upp veislu, Hannes minn pabbi kann núna að laga í þér genin og breyta erfðamenginu þínu, pabbi skal senda þér miða á Saga Class, komdu heim strákurinn minn."
Stjórnmál og samfélag | 21.10.2008 | 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að hafa verið atvinnulausir um nokkurra daga skeið hafa þeir félagarnir og lýðskrumararnir ákveðið að skrifa undir auglýsingasamning við Chiquita. "Eitthvað verðum við að gera." sagði Davíð sem jafnframt því að háma í sig banana í auglýsingunni verður einnig andlit Chiquita útávið í nýrri snyrtivörulínu sem fyrirtækið er að senda frá sér. "Þetta er svona einhver bananastappa sem ég maka í andlitið á mér."
" Ástæðan fyrir því að ég var valin frekar en Donni er sú að ég hef miklu meira kvenlegt innsæi en hann, svo er ég líka mun smáfríðari, það verður bara að segjast eins og er hann er óttalegur api bæði í útliti og innræti."
"Það sem ég óttast mest er að kallinn,sem er dáldið hrokafullur gæti kafnað í eigin hroka þegar hann fer að úða bönununum í sig, en það er annað en ég sem er alltaf hógværðin uppmáluð." segir Davíð og brosir með öllu andlitinu."
"'Úpss kannski hef ég sagt of mikið, vonandi verður enginn sár."
Stjórnmál og samfélag | 20.10.2008 | 20:26 (breytt 21.10.2008 kl. 00:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var létt yfir Björgólfi þar sem hann sleikti sólina og sötraði óáfengan kokteil við ströndina er ég hringdi í hann " Sæll frændi" sagði hann " Allt í volli á klakanum?" Við erum hérna að ganga frá nýjum félagsskap sem hefur fengið nafnið "The Illuminati group" þetta er svona haltu kjafti eða við drepum, þig félagsskapur. Í honum eru Bjarni,Pálmi Jón Ásgeir og nokkrir fleiri, en ekki Hannes Smára, hann er svo mikill galgopi" Nauðsynlegt að nota þræðina til Íslands varðandi gagnaeyðingu og svoleiðis."
" Það sem ég sakna einna mest við Ísland eru jarðarfarirnar, enda alltaf verið duglegur að mæta, hafa einhverjir frægir drepist nýlega?
Annars er Björgúlfur Thor að skipuleggja "comeback" sem verður "big surprise" í anda afa síns sem hélt lífinu í þjóðinni þegar hún var fársjúk af flensu og vosbúð uppúr 1920. Hann kemur örugglega heim í febrúar og tekur á leigu Laugardalshöllina og þangað getur lýðurinn mætt þegar hann er búinn að missa húsin sín og litli kúturinn minn skenkir þeim súpu í skál."
"Er ekki dásamlegt hvernig sagan endurtekur sig."
Stjórnmál og samfélag | 20.10.2008 | 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
" Ég er að prjóna peysu á sæta krúttið hann Jón Ásgeir núna" sagði Dorrit og tísti er ég hitti hana á ganginum áðan. " Hann er búin að selja allt í útlöndum og er að koma heim, svo ég vil ekki að honum verði kalt á lyftaranum í Bónus þegar hann byrjar eftir helgi.
Hann var dáldið nervös er ég heyrði í honum fyrir helgina en ég talaði kjark í hann og sagði honum að æfa sig bara dáldið í pólskunni, og til að byrja með að segja bara alltaf við starsfólkið "Dobra Dobra og brosa eða Kurva Kurva og gretta sig.
"Honum leið strax betur er ég útskýrði fyrir honum að það væri margt annað í lifinu en peningar og snekkjur. Óli minn er búinn að finna gömlu vinnuvettlingana sína sem hann notaði síðast þegar hann var töluvert yngri og sprækari." sagði hún og hvíslaði að mér "YOU KNOW WHAT I MEAN"
Stjórnmál og samfélag | 19.10.2008 | 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við héldum að nægilegt væri að breyta Þjóðleikhúsinu í casino og Íslensku óperunni í deluxe escort service center, en eftir fund með forsætisráðherra er ljóst að við þurfum að grípa til róttækari aðgerða svo það við höfum gert samning við Happdrætti háskólans og Rauða kross Íslands um að fylla Árnastofnun og Þjóðmenningarhúsið af spilakössum.
Hefur verið ákveðið að brydda upp á ýmsum nýungum til að laða fólk að og þar sem ljóst er að ekki einn einasti Íslendingur hefur kredit neins staðar er nauðsynlegt að það sé einhver vin í eyðimörkinni svo mér er ljúft að tilkynna að Sameinaða Sjálfstæðisspilavítið ohf. verður raunverulegt ríkisfyrirtæki þar sem allir hafa kredit upp að vissu marki.
Opnunarhátið verður fljótlega og mun Davíð Oddson verða verndari og féhirðir fyrirtækissins, einnig mun Kjartan "kjötketill" Gunnarsson vera í talningunni á bakvið tjöldin.
Stjórnmál og samfélag | 19.10.2008 | 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- frábært að hafa 63 sinfóníuvanvita í dag. Kaupið ykkur kaðal ...
- Muna svo að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og sv...
- Dýrð sé guði í upphæðum........................................
- Það á ekki af Íslensku þjóðinnni að ganga...
- Ring Ring, Ring Ring............................................
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað